Ánægður fyrir hönd Heimis

Andri Lucas Guðjohnsen í baráttunni í kvöld.
Andri Lucas Guðjohnsen í baráttunni í kvöld. Eyþór Árnason

Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta samgladdist Heimi Hallgrímssyni en Heimir vann sinn fyrsta leik sem þjálfari Írlands er liðið vann Finnland, 2:1, í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Heimir þjálfaði íslenska liðið frá 2013 til 2018, fyrst með Lars Lagerbäck og síðan var hann einn aðalþjálfari.

„Ég talaði við Heimir á þjálfaranámskeiði hjá UEFA í Berlín á dögunum. Það er séð vel um Heimi hjá Írum og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Hareide um forvera sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert