Bellamy: Líkar þér illa við Ísland?

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við fjóra leikmenn Wales í …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við fjóra leikmenn Wales í kvöld. Eyþór Árnason

Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna eftir jafnteflið við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld.

Bellamy var ósáttur við velsku blaðamennina og skammaði þá fyrir að spyrja ekki nægilega mikið um Ísland á fundi Wales í gær.

Í stað þess að spyrja út í Ísland í næstu spurningu spurði einn Walesverji hvers vegna Bellamy tók Brennan Johnson af velli eftir fyrri hálfleik.

„Líkar þér illa við Ísland?“ spurði Bellamy og hélt áfram: „Hann var á spjaldi. Við viljum dreifa álaginu. Hann fékk líka högg en er í góðum málum núna,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert