„Ég hélt að Lúi væri búinn“

Wes Burns og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Wes Burns og Logi Tómasson í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Umræðan eftir landsleik Íslands og Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld snérist að mestu leyti um vinstri bakvörðinn Loga Tómasson á samfélagsmiðlinum X.

Logi byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og snéri leik íslenska liðsins við. Hann minnkaði muninn í 2:1 með frábæru skoti og átti svo allan heiðurinn að jöfnunarmarki Íslands sem var að endingu skráð sem sjálfsmark.

„Ég hélt að Lúi væri búinn,“ skrifaði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, meðal annars á X og þá gaf Tómas Joð Þorsteinsson, fyrrverandi bakvörður Fylkis, honum fimm stjörnur fyrir frammistöðuna.

Brot af umræðunni á X í kvöld má sjá hér fyrir neðan. 







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert