Umræðan eftir landsleik Íslands og Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld snérist að mestu leyti um vinstri bakvörðinn Loga Tómasson á samfélagsmiðlinum X.
Logi byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og snéri leik íslenska liðsins við. Hann minnkaði muninn í 2:1 með frábæru skoti og átti svo allan heiðurinn að jöfnunarmarki Íslands sem var að endingu skráð sem sjálfsmark.
„Ég hélt að Lúi væri búinn,“ skrifaði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, meðal annars á X og þá gaf Tómas Joð Þorsteinsson, fyrrverandi bakvörður Fylkis, honum fimm stjörnur fyrir frammistöðuna.
Brot af umræðunni á X í kvöld má sjá hér fyrir neðan.
Ég hélt að Lúi væri búinn
— Björn Sverrisson (@bjornsverris) October 11, 2024
Juju þetta er kóngurinn. pic.twitter.com/uuUjNpxoD8
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) October 11, 2024
Eg og king Lui vorum saman a bekknum 2021, held þetta se alveg að koma hjá AP
— Adam Palsson (@Adampalss) October 11, 2024
— Einar Guðnason (@EinarGudna) October 11, 2024
Þvílíkur King Logi Tómasson, alvöru 5 stjörnu vinstri bak frammistaða!! Geggjaður
— Tómas Joð Þorsteinsson (@tomasjod) October 11, 2024
Svo var Luigi bara á bekknum😂
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) October 11, 2024
King Luigi! 👑
— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 11, 2024
Hvað með Loga T gegn liðum í rauðu🤔Geggjuð mörk og endalausir klobbar. Magnaður👏
— Bjossi Hreidars (@bjossi75) October 11, 2024
Greinilega gott að eiga Luigi á bekknum til að sjá um þetta eftir afleitan fyrri hálfleik.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 11, 2024