Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Sverrir Ingi Ingason kemur inn í byrjunarliðið.
Sverrir Ingi Ingason kemur inn í byrjunarliðið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leik liðsins gegn Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld.

Hareide gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik, 3:1-tapi fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.

Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Willum Þór Willumsson og Andri Lucas Guðjohnsen koma allir inn í byrjunarliðið í stað Guðlaugs Victors Pálssonar, Hjartar Hermannssonar, Mikaels Andersons og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem allir eru á varamannabekknum í kvöld.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2):

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.

Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.

Miðja: Willum Þór Willumsson, Stefán Teitur Þórðarson, Jóhann Berg Guðmundsson (fyrirliði), Jón Dagur Þorsteinsson.

Sókn: Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert