Jón Daði andlega lúinn

Jón Daði Böðvarsson hefur verið án félags síðustu mánuði.
Jón Daði Böðvarsson hefur verið án félags síðustu mánuði. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið án félags síðan samningur hans við enska C-deildarfélagið Bolton rann út síðasta vor.

Selfyssingurinn ræddi við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumalandið og útilokaði ekki að spila á Íslandi á næsta ári.

„Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst.

Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ svaraði Jón Daði aðspurður um hvort heimkoma væri í kortunum.

Sóknarmaðurinn hefur leikið sem atvinnumaður erlendis frá árinu 2013 og vildi taka sér frí. „Maður er búinn að vera með slökkt á símanum. Það er í lagi að viðurkenna að maður var orðinn andlega lúinn,“ sagði hann.

Jón Daði skoraði fjögur mörk í 64 landsleikjum en hann hefur ekki leikið með A-landsliðinu í tvö ár. 

Hlaðvarpið má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert