Víkingur framlengir við miðjumanninn efnilega

Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála og Daði Berg Jónsson handsala nýja …
Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála og Daði Berg Jónsson handsala nýja samninginn. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnudeild Víkings og miðjumaðurinn efnilegi Daði Berg Jónsson hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning hans. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2027.

Daði er aðeins 18 ára gamall en hefur leikið níu leiki í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Alls eru leikirnir tíu í Bestu deildinni eftir að sá fyrsti kom á síðasta tímabili.

Auk þess hefur hann spilað tvo Evrópuleiki og einn bikarleik fyrir Víking á tímabilinu.

Daði gekk til liðs við Víking frá Fram árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert