Úkraínski knattspyrnumaðurinn Ivan Kalyuzhnyi, sem lék með Keflavík árið 2022, var í byrjunarliði Úkraínu sem mætti Georgíu í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.
Var miðjumaðurinn að leika sinn fyrsta leik fyrir A-landsleik fyrir þjóð sína. Hann er samningsbundinn Oleksandriya, rétt eins og þegar hann var hjá Keflavík, en er að láni hjá Cherkasy.
Leikmaðurinn lék aðeins sex leiki með Keflavík og yfirgaf svo félagið, þar sem hann var of dýr.