Gylfi Þór: Vonandi!

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Gylfi Þór Sigurðsson vonast til þess að vera orðinn klár í slaginn fyrir leik Íslands og Tyrklands í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur.

Gylfi Þór kom inn á sem varamaður í 2:2-jafnteflinu gegn Wales í gær 84. mínútu en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Vals í Bestu deildinni vegna bakmeiðsla.

Gylfi var meðal annars spurður að því hvort hann væri klár í að byrja leikinn gegn Tyrklandi á mánudaginn.

„Vonandi,“ sagði Gylfi Þór í samtali við mbl.is eftir leikinn gegn Wales á Laugardalsvelli í gær.

„Eins og staðan er í dag allavega,“ bætti Gylfi Þór við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert