Åge: Það er ómögulegt

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. mbl.is/Karítas Sveina

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands, segir það vera ómögulegt að líta bara á söguna þegar kemur að landsleikjum.

Ísland fær Tyrkland í heimsókn í 4. umferð B-deildar Þjóðdeildar Evrópu í knattspyrnu karla annað kvöld.

Tyrkjum hefur ekki tekist að vinna á Laugardalsvelli í sjö tilraunum en Åge segir það ekki skipta öllu máli.

„Það er ómögulegt að líta bara á söguna fyrir hvern einasta leik. Öll landslið eiga sína sögu og við vitum að Ísland er alltaf sterkt á heimavelli, gegn hvaða liði sem er. 

Tyrkland er sennilega besta liðið í riðlinum en við verðum að vinna leikinn,“ sagði Norðmaðurinn. 

Aðstæður skipta máli 

Spurður hvort að kuldinn hjálpi íslenska liðinu svaraði Åge :

„Þetta verður erfitt fyrir bæði lið. Strákarnir í mínu liði eru fæddir og uppaldir hér. Það er aðeins heitara í Tyrklandi. 

Eins og það er erfiðara fyrir Ísland að fara til Tyrklands og spila í 30 gráðum þá er erfiðara fyrir Tyrkland og spila hér í 0 gráðum.“

Åge sagði að hópurinn væri í góðu standi eftir síðasta leik en Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson eru í banni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert