Albert sagðist þurfa tíma

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, staðfesti að það hafi verið Albert Guðmundsson sem ákvað að taka ekki þátt í yfirstandandi landsliðsverkefni. 

Ísland mætir Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu á Laugardalsvelli annað kvöld en Albert var á fimmtudaginn sýknaður af ákæru um nauðgun. 

„KSÍ ræddi við Albert en hann þurfti hvíld. Það var hans ákvörðun og við leyfðum honum að ráða,“ sagði landsliðsþjálfarinn meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert