Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, staðfesti að það hafi verið Albert Guðmundsson sem ákvað að taka ekki þátt í yfirstandandi landsliðsverkefni.
Ísland mætir Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu á Laugardalsvelli annað kvöld en Albert var á fimmtudaginn sýknaður af ákæru um nauðgun.
„KSÍ ræddi við Albert en hann þurfti hvíld. Það var hans ákvörðun og við leyfðum honum að ráða,“ sagði landsliðsþjálfarinn meðal annars.