Ferðin til Íslands reyndist erfið

Orkun Kökcu, fyrir miðju, á blaðamannafundinum í dag.
Orkun Kökcu, fyrir miðju, á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Hákon

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Orkun Kökcu sagði ferðina til Íslands hafa verið erfiða en landsliðin mætast í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Kökcu sat fyrir svörum ásamt Vincenzo Montella þjálfara á blaðamannafundi Tyrklands. 

Kökcu, sem er miðjumaður Benfica í Portúgal, kom inn á að ferðin hafi verið löng og að tímamismunurinn sé erfiður en Ísland er þremur tímum á eftir Tyrklandi. 

„Ferðin var löng og þreytandi og það er mikill tímamismunur. Þetta allt saman gerir leikinn erfiðari en það er engin afsökun. Við ætlum okkur að að vinna leikinn,“ sagði Kökcu meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert