Hræddur við íslenska vindinn

Vincenzo Montella landsliðsþjálfari Tyrklands fyrir miðju.
Vincenzo Montella landsliðsþjálfari Tyrklands fyrir miðju. mbl.is/Hákon

„Þetta er lykilleikur, sagði Vincenzo Montella landsliðsþjálfari Tyrklands fyrir leikinn gegn Íslandi í B-deild Þjóðdeildar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, einu stigi á eftir Wales í öðru sæti. Tyrkir eru með sjö stig í efsta sæti riðilsins. 

Tyrkjum hefur gengið afar brösuglega á Laugardalsvelli og ekki enn unnið í sjö tilraunum. 

„Sögulega séð hafa úrslitin ekki verið með okkur en við vitum hvað við þurfum að gera til að vinna. Þótt að aðstæðurnar gætu orðið erfiðar verðum við að aðlagast og vinna leikinn,“ sagði Montella. 

Hrósaði íslenska liðinu

Hverjir eru styrkleikar íslenska liðsins?

„Íslenska liðið er mjög skipulagt og gott í að pressa á andstæðinga sína. Í leiknum gegn Wales settu leikmennirnir í annan gír í seinni hálfleik. 

Liðið er gott í föstum leikatriðum og innköstum. Liðið er mjög sterkt en við vitum það og erum tilbúnir.“

Montella viðurkenndi síðan að kuldinn gæti orðið vandamál en að hann sé aðallega hræddur við vindinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert