Åge ósáttur: „Þetta er fáránlegt!“

Logi Tómasson og Åge Hareide.
Logi Tómasson og Åge Hareide. mbl.is/Eyrþór

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var ósáttur með ýmsar ákvarðanir sem féllu ekki með liðinu í 4:2-tapinu gegn Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli í kvöld.

Íslenska liðið fékk tvær vítaspyrnur á sig í leiknum eftir að dómarinn, Damian Sylwestrzak frá Póllandi, hafði stuðst við VAR-myndbandsskjáinn.

Íslenska liðið vildi einnig fá vítaspyrnu á 77. mínútu þegar Merih Demiral virtist bjarga á marklínu með hendinni en þá ákvað dómarinn að skoða atvikið ekki í myndbandsskjánum.

Ræddi við dómarann

„Ég ræddi við dómarann eftir leikinn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í kvöld.

„Mér fannst varnarmaður Tyrkja gera sig stóran og stöðva þannig boltann. Dómarinn ákveður að skoða það ekki. Þetta var fáránlegt! Hvernig getum við spilað fótbolta ef við þekkjum ekki reglurnar.

Stundum er dæmt víti og stundum ekki. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða alvarlega því þetta er ekki eðlilegt,“ bætti Norðmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert