Hetjan úr síðasta leik inn í byrjunarliðið

Logi Tómasson, hetja Íslands í síðasta leik, er í byrjunarliðinu. …
Logi Tómasson, hetja Íslands í síðasta leik, er í byrjunarliðinu. . mbl.is/Eyþór Árnason

Åge Harei­de, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, hef­ur til­kynnt byrj­un­arlið sitt fyr­ir leik liðsins gegn Tyrklandi í 4. riðli B-deild­ar Þjóðadeild­ar Evr­ópu á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

Harei­de ger­ir fjórar breyt­ing­ar á byrj­un­arliðinu frá því í síðasta leik, 2:2-jafntefli gegn Wales ytra í Þjóðadeild­inni síðastliðið föstudagskvöld.

Logi Tómasson, sem skoraði fyrra mark Íslands og bjó til seinna gegn Wales, kemur inn fyrir Kolbein Birgi Finnsson. Þá koma nafnarnir Mikael Anderson og Mikael Egill Ellertsson inn í liðið ásamt Arnóri Ingva Traustasyni. 

Willum Þór Willumsson sest á bekkinn en Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson taka út leikbann vegna gulra spjalda.

Byrjunarlið Íslands: (4-4-2)

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson
Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Logi Tómasson
Miðja: Mikael Egill Ellertsson, Arnór Ingvi Traustason, Jóhann Berg Guðmundsson, Mikael Anderson
Sókn: Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert