„Hvaða VAR-steypa er í gangi hérna?“

Leikmenn íslenska liðsins voru niðurlútir í leikslok.
Leikmenn íslenska liðsins voru niðurlútir í leikslok. mbl.is/Eyþór

Fólki var heitt í hamsi á samfélagsmiðlinum X eftir tap Íslands gegn Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

Leiknum lauk með 4:2-sigri Tyrklands en Tyrkir fengu tvær vítaspyrnu í leiknum eftir að dómari leiksins, Pólverjinn Damian Sylwestrzak, hafði skoðað atvikinu í VAR-myndbandsskjánum.

Þá vildi íslenska liðið fá vítaspyrnu og rautt spjald á Merih Demiral, varnarmann Tyrklands, þegar hann virtist bjarga á marklínu með höndinni í stöðunni 2:1, Tyrkjum í vil.

Dómarinn ákvað hins vegar að skoða atvikið ekki í VAR-myndbandsskjánum en íslenska liðið jafnaði metin í 2:2 sex mínútum síðar.







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert