Noregsmeistarar Kolstad eru komnir áfram í undanúrslit norska bikarsins í handknattleik karla eftir sigur á Nærbö, 29:25, á heimavelli í dag.
Kolstad er einnig norskur bikarmeistari og stefnir óðfluga að því að endurtaka leikinn.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad en en Sveinn Jóhannsson skoraði tvö. Fyrirliðinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði ekki.