Skoraði en klúðraði víti á Laugardalsvelli

Íslensku landsliðsmennirnir biðla til dómarans að skoða vítaspyrnuna.
Íslensku landsliðsmennirnir biðla til dómarans að skoða vítaspyrnuna. mbl.is/Eyþór

Mjög svo furðulegt atvik átti sér stað á Laugardalsvelli í kvöld í leik á milli Íslands og Tyrklands  í 4. riðli B-deild­ar Þjóðadeild­ar karla í knatt­spyrnu. 

Tyrkir fengu víti á 54. mínútu leiksins eftir að boltinn fór í höndina á Sverri Inga Ingasyni. 

Hakan Calhanoglu fyrirliði Tyrklands steig á punktinn og skoraði. Við nánari athugun dómara mátti sjá að Calhanoglu rann í spyrnunni og skaut í fótinn á sér. 

Þrátt fyrir að hafa skorað þá var markið dæmt af honum þar sem ekki má snerta boltann tvisvar. 

Hakan Calhanoglu sparkar í boltann fyrr í leiknum.
Hakan Calhanoglu sparkar í boltann fyrr í leiknum. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert