Taka ákvörðun um leikhæfi á næsta klukkutímanum

Laugardalsvöllur er viðkvæmur fyrir köldu veðri og því gæti þurft …
Laugardalsvöllur er viðkvæmur fyrir köldu veðri og því gæti þurft að fresta leiknum um sólarhring. mbl.is/Karítas

Klukkan 14 í dag munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla meta hvort Laugardalsvöllur sé leikhæfur í kvöld.

Vísir greinir frá. Mögulegt er að leiknum verði frestað um sólarhring og fari fram annað kvöld en svigrúm er til þess þar sem landsleikjaglugginn er opinn til þriðjudagskvölds.

Til stendur að leikurinn hefjist klukkan 18.45 í kvöld en þar sem Laugardalsvöllur er ekki upphitaður er hætt við frosti í grasinu vegna kaldviðris að undanförnu.

Hitadúkur hefur verið yfir vellinum undanfarna daga til þess að koma í veg fyrir frost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert