Fjalla um furðulegt atvik á Íslandi

Leikmenn Íslands svekktir í leikslok.
Leikmenn Íslands svekktir í leikslok. mbl.is/Eyþór

Norski miðilinn Nettavisen fjallar um leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild karla í fótbolta sem fram fór á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Í grein miðilsins er fjallað um furðulegt atvik sem gerðist snemma í seinni hálfleik er Hakan Calhanoglu skoraði úr víti eftir að Sverrir Ingi Ingason handlék knöttinn innan teigs.

Tyrkneski miðjumaðurinn rann í skotinu og snerti boltann tvisvar áður en hann fór í netið, en slíkt má ekki. Ísland fékk því aukaspyrnu í eigin vítateig.

Kom atvikið ekki að sök fyrir Tyrkland, sem vann leikinn 4:2. Skoraði Calhanoglu löglega úr víti síðar í hálfleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert