Óbreytt ástand í 39 ár

Laugardalsvöllur reyndist leikhæfur í gærkvöld.
Laugardalsvöllur reyndist leikhæfur í gærkvöld. mbl.is/Eyþór

Árið er 2024. Í gær þurftum við að bíða með öndina í hálsinum til klukkan tvö til að fá fullvissu um hvort hægt væri að spila gegn Tyrklandi á Laugardalsvellinum.

Ekki í neinum vetrarkulda eða snjó, eða vegna þess að haustlægð væri á leiðinni yfir landið. Bara vegna þess að hitastigið fór niður fyrir frostmark í fyrrinótt og völlurinn fraus.

Árið var 1985. Fram var komið í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa og lék gegn Rapid Vín frá Austurríki á Laugardalsvellinum 7. nóvember.

Völlurinn var hvítur af snjó og háll eftir því. En Framarar sigruðu 2:1 með vítaspyrnu Guðmundar Torfasonar undir lokin. Þetta slapp fyrir horn.

Árið var 2008. Ísland lék þann 30. október seinni úrslitaleikinn gegn Írlandi um sæti á EM kvenna 2009.

Völlurinn var harður og frosinn og tveggja stiga frost í Reykjavík þetta kvöld, en dómarinn ákvað að leikurinn skyldi fara fram.

Í dag eru 39 ár frá Framleiknum og sextán ár frá EM-leiknum. 

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert