Úr Breiðholtinu í Árbæinn?

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson.
Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnuþjálfararnir Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson eiga nú í viðræðum við forráðmenn Fylkis í Árbænum um að taka við þjálfun liðsins eftir tímabilið.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en Fylkismenn eru í þjálfaraleit þar sem Rúnar Páll Sigmundsson, sem hefur stýrt Fylki frá árinu 2021, mun láta af störfum eftir tímabilið.

Árni Freyr og Jóhann Birnir náði mjög góðum árangri með ÍR á nýliðnu keppnistímabili í 1. deildinni þar sem liðið hafnaði í 5. sætinu, eftir að hafa verið spáð falli. Þá tapaði liðið í undanúrslitum umspils 1. deildarinnar fyrir Keflavík.

Fylkir er fallið úr Bestu deildinni eftir jafntefli gegn HK í 25. umferð deildarinnar, sunnudaginn 6. október, og leikur því í 1. deildinni á komandi keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka