Matthías tekur annað ár í Víkinni

Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. Ljósmynd/Inpho Photography

Knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík. 

Matthías, sem er 37 ára gamall, gekk í raðir Víkinga frá FH fyrir tímabilið í fyrra og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu. 

Hann er fyrst og fremst framherji en hefur spilað alls kyns stöður fyrir Víkingsliðið. 

Matthías lenti í erfiðum meiðslum fyrr á tímabilinu sem hélt honum frá leik í tvo mánuði. Hann meiddist síðan í bikarúrslitaleiknum gegn KA og hefur ekki spilað síðan. 

Matthías lék lengi vel sem atvinnumaður í Noregi áður en hann sneri heim í FH árið 2021. Þar vann hann fjölda titla með liði Rosenborg og hann er kominn í hóp leikjahæstu íslensku knattspyrnumannanna með 432 deildaleiki samanlagt á Íslandi go í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert