Varð fúl út í gamla herbergisfélagann

„Við erum með sérstök tengsl,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.

Hjálpaði okkur að vinna bikarinn

Ásta Eir og systir hennar Kristín Dís hafa leikið marga leikina saman með Breiðabliki en Kristín Dís snéri heim úr atvinnumennsku á miðju tímabili og hjálpaði Breiðablik að verða Íslandsmeistari í 19. sinn í sögu félagsins.

„Ég er sjúklega þakklát fyrir það að hún hafi komið heim og hjálpað okkur að vinna bikarinn,“ sagði Ásta Eir þegar hún ræddi sína uppáhaldsliðsfélaga í gegnum tíðina.

„Ég verð samt líka að nefna Berglindi Björgu. Við áttum mörg góð ár saman sem herbergisfélagar og mér finnst hún geggjuð þó ég hafi verið mjög fúl út í hana þegar hún fór í Val,“ sagði Ásta Eir meðal annars.

Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásta Eir Árnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Ásta Eir Árnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Árdal/Valur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert