Åge Hareide hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í apríl á síðasta ári. Norðmaðurinn, sem er orðinn 71 árs gamall, tók við liðinu á erfiðum tíma en undir hans stjórn hefur landsliðið leikið 18 leiki. Sigrarnir eru sjö, jafnteflin tvö og töpin níu. Hann er með 39% sigurhlutfall sem þjálfari landsliðsins.
Åge er frábær manneskja en hann tók þjálfaragleraugun af hillunni í fyrra til þess að taka við landsliðinu. Heilt yfir hefur árangurinn verið fínn, þó liðið hafi kannski ekki náð markmiðum sínum og allt það, en hann hefur heldur aldrei getað stillt upp sínu sterkasta liði, alveg frá því að hann tók við.
Staðreyndin er samt sú að hann hefur ekki náð að tengjast íslensku þjóðinni líkt og forverar hans hafa gert. Hann kynnir leikmannahópa sína fyrir komandi verkefni í gegnum samfélagsmiðilinn Teams og ef liðið leikur útileiki í sama glugganum kemur hann ekki til landsins. Hann hefur ekki varið miklum tíma hér á landi og hefur sínar ástæður fyrir því en á sama tíma veltir maður því líka fyrir sér hvort íslenska landsliðið sé í fyrsta sæti hjá honum.
Forráðamenn knattspyrnusambandsins geta sagt upp samningi Norðmannsins í nóvember. Spurningin er einfaldlega hvort það sé einhver betri kostur í stöðunni. Einhverjir vilja sjá færustu þjálfara Bestu deildarinnar taka við.
Fyrir mér er einn augljós kostur í stöðunni og það er Freyr Alexandersson. Hann þekkir landsliðsumhverfið út og inn.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.