Stuðningsmenn ÍR eru allt annað en sáttir við að Árni Freyr Guðnason hafi hætt störfum sem þjálfari karlaliðsins í knattspyrnu og tekið við Fylki.
Árni skrifaði í gær undir samning við Fylki en hann hefur náð frábærum árangri með ÍR undanfarin tvö ár.
Liðið fór upp úr 2. deildinni og í þá 1. í fyrra og komst síðan í umspil um sæti í Bestu deildinni í sumar.
Árni skrifaði undir nýjan samning við ÍR fyrir mánuði síðan og eru stuðningsmenn liðsins reiðir yfir því að hann sé að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti.
Hér að neðan má sjá nokkrar færslur frá stuðningsmönnum ÍR-inga á X, áður Twitter.
From Hero to zero.
— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) October 16, 2024
Pældu í því að vera eitt stærsta legend í sögu felagsins og kasta því frá sér til að fara í fokking Fylki.
— Kjartan Leifur🇮🇸🇮🇸🇮🇸 (@Kjartanleifurs) October 16, 2024
Vel pirraður út í ÍR að selja Árna Guðna sem er nýbúin að gera samning! Líka pirraður út í Fylki sem eru að reyna að setja eitthvað íslandsmet í þjálfaraskiptum! Pirraður út í Árna líka!! hefði skilið Bestu deildar lið en ekki Fylki sem er ekki að fara upp á næsta ári! lélegt!
— Bomban (@BombaGunni) October 16, 2024