Stuðningsmenn ÍR æfir út í þjálfarann

Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Stuðningsmenn ÍR eru allt annað en sáttir við að Árni Freyr Guðnason hafi hætt störfum sem þjálfari karlaliðsins í knattspyrnu og tekið við Fylki. 

Árni skrifaði í gær undir samning við Fylki en hann hefur náð frábærum árangri með ÍR undanfarin tvö ár. 

Liðið fór upp úr 2. deildinni og í þá 1. í fyrra og komst síðan í umspil um sæti í Bestu deildinni í sumar. 

Árni skrifaði undir nýjan samning við ÍR fyrir mánuði síðan og eru stuðningsmenn liðsins reiðir yfir því að hann sé að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. 

Hér að neðan má sjá nokkrar færslur frá stuðningsmönnum ÍR-inga á X, áður Twitter. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert