„Við, eins og við höfum sýnt oft í sumar, sýndum góðan karakter,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 1:1 jafntefli þegar liðin mættust á Kaplakrika í dag og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu fór fram.
„Mér fannst við miklu sterkari í fyrri hálfleik en fengum á okkur mark úr föstu leikatriði, sem sló okkur aðeins útaf laginu svo við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nóg vel en sýndum karakter þegar við komum til baka og sem er jákvætt. Við fækkuðum í vörninni í lokin, hentum Ísaki fram og fannst við þá uppskera vel og eiga skilið jafntefli.“
FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti í efri hluta keppninni en vilja gera lýðnum ljóst að þeir geta betur, eru sem stendur enn í 6. sæti neðri hlutans og geta eingöngu tölfræðilega tekið það fimmta af Skagamönnum.
„Okkur fannst nauðsynlegt fyrir okkur að ná góðum úrslitum í þessum leik eftir að hafa spilað þrjá leiki í úrslitakeppninni og tapað þeim öllum. Svo er þetta síðasti heimaleikurinn okkar og við ræddum á fundi í gær að við skyldum sýna svolítið stolt því áttum það þó eftir. Mér fannst við gera það í dag og nú eigum einn leik eftir til að sýna og sanna hugafarið þar,“ bætti þjálfarinn við.