Varði víti Gylfa og Valur tapaði dýrmætum stigum

FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson og Valsarinn Jónatan Ingi Jónsson í …
FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson og Valsarinn Jónatan Ingi Jónsson í leik liðanna fyrr í sumar. Eggert Jóhannesson

Valsmenn töpuðu tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti í dag þegar þeir skoruðu sjálfsmark og mistókst að skora úr vítaspyrnu í uppbótartíma gegn FH í Kaplakrika í dag þegar liðin skildu þar jöfn, 1:1.

Sindri Kristinn Ólafsson varði þá vítaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, rétt eftir jöfnunarmark FH-inga.

Valsmenn eru með 41 stig í þriðja sæti en Stjarnan sem er með 39 stig á eftir að mæta Breiðabliki síðar í dag og getur komist stigi upp fyrir Valsmenn fyrir lokaumferðina.

FH er eftir sem áður í 6. sætinu og nú með 34 stig.

Fyrsta færið kom á 5. mínútu þegar Kjartan Kári Halldórsson komst inn í vítateig og skaut hnitmiðað í átt að hægra horninu en Ögmundur Kristinsson markvörður Vals skutlaði sér með tilþrifum og varði í horn. 

Þó ekki hafi verið mjög mikið um færi til að byrja með var leikurinn samt fjörugur því bæði lið voru snögg að sækja þegar færi gafst en varnarmenn voru líka snöggir til.

Næsta góða færið átti Gylfi Þór Sigurðsson á 17. mínútu þegar hann tók sér tímann til að hlaða í skot rétt utan vítateigs, svo kom skotið og stefndi í vinstra hornið en Sindri Kristinn Ólafsson markmaður FH hefur séð þetta áður og skutlaði sér, varði, missti boltann en stökk svo á hann.

Aðeins leið mínútu að næsta færi þegar Arnór Borg Guðjohnsen gaf frá hægri kanti inn að markteigslínu Vals, þar sem Sigurður Bjartur Hallsson stakk sér fram og náði að ýta aðeins í boltann af mjög stuttu færi en Ögmundur markmaður var kominn út úr markinu og lokaði fyrir.

Hafnfirðingar þurftu að gefa allt sitt til að koma í veg fyrir að Valsmenn myndu skora á 29. mínútu.  Fyrst komst Albin Skoglund upp að vinstri stönginni en skot hans úr þröngri stöðu var varið í horn.  Úr næsta horni fékk hann boltann út á móti sér og þrumaði að markinu en Valsmenn náðu margir að kasta sér fyrir boltann, sem endaði svo hjá Sindra í markinu.

Næsta færi átti Valsarinn Aron Jóhannsson á 35. mínútu þegar hann fékk boltann út á móti  sér eftir hornspyrnu og þrumaði af öllum mætti á markið en boltinn fór rétt yfir.

Eftir þennan þunga var komið að heimamönnum þegar hver hornspyrnan rak aðra en aðeins kom eitt gott færi þegar Kjartan Kári Halldórsson fékk boltann út í  teig eftir eitt hornið og skaut úr miðjum vítateig niður við vinstri stöngina en Ögmundur markmaður náði að sparka boltanum í enn eina hornspyrnu. 

Á fyrstu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom svo markið - eftir hornspyrnu.  Boltinn kom niður rétt við mark FH, allir reyndu að koma boltanum í markið eða frá því en Bjarni Duffield stökk til og þrumaði upp í þaknetið.  Staðan 0:1 fyrir Val.

Síðari hálfleikur hófst með fjórum hornspyrnum áður en tíu mínútur voru liðnar en ekkert alvarlegt færi.   Síðan leið og beið, meira af hornspyrnum, nokkur gul spjöld og ekki laust við meiri hörku en færin létu á sér standa.

Eina sem hægt væri að nefna þegar Kjartan Kára gaf fyrir mark Vals á 65. mínútu og Arnór Borg skallaði að markinu en það datt beint í fangið á Ögmundi í markinu.

Á 84. mínútu átti Sigurður Bjartur fínt skot með hælnum á mark Vals en Ögmundur varði og hinu megin náði vörn FH með aðstoð Sindra í markinu að koma góðum skotum Lúkasar Loga Heimissonar aftur fyrir markið. 

Svo byrjaði fjörið.  Þegar 90 mínútur voru liðnar og níu mínútum betur fékk FH horn sem Kjartan Kári skaut að markteig og boltinn datt á kollinn á Orra Sigurðar Ómarssonar, beint í mitt markið. Staðan 1:1.

Valur fékk svo víti þegar svo 11 mínútur voru búnar af uppbótartíma og braut Ísak Óli braut á Patrik Pedersen en Sindri markmaður gerði sér lítið fyrir og varði vítaskotið frá Gylfa Þór. 

Lokaumferð Íslandsmótsins er næsta laugardag þar sem FH sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn, Valur og ÍA mættast að Hlíðarenda en barátta um efsta sætið og Íslandsmeistaratitilinn verður eflaust í Víkinni þar sem Blikar mæta Víkingum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 2:1 Vestri opna
90. mín. Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) fær rautt spjald Hallgrímur Mar reynir að setja boltann innfyrir vörnina í hlaupið hjá Ásgeiri en Gunnar setur hendina fyrir sendinguna og Pétur rekur hann útaf.
ÍA 3:4 Víkingur R. opna
90. mín. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar 3:4 - VÍKINGAR SKORA SIGURMARKIÐ! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Óskar Örn Hauksson með sendingu frá vinstri og Djuric skallar boltann í stöngina og inn! Þvílík endurkoma hjá Íslandsmeisturunum!
Man. United 2:1 Brentford opna
90. mín. Leik lokið Ansi kærkomið fyrir Erik ten Hag og lærisveina hans.
Bournemouth 2:0 Arsenal opna
90. mín. Leik lokið Bournemouth nýtir sér liðsmuninn vel og sigrar Arsenal í annað skipti í sögu félagsins.
Breiðablik 2:1 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Þetta er búið! Breiðablik mætir Víkingum á sunnudag eftir viku í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Leiklýsing

FH 1:1 Valur opna loka
90. mín. Ögmundur meiðist, borinn útaf og Stefán Þór kemur í markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert