Viðar Örn í keppnisbann vegna skulda

Viðar Örn Kjartansson í leik með KA.
Viðar Örn Kjartansson í leik með KA. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur verið úrskurðaður í tímabundið keppnisbann af FIFA vegna skulda. 

Þetta staðfesti Haukur Hinriksson lögfræðingur KSÍ í samtali við 433.is

Viðar var ekki í leikmannahópi KA sem vann Vestra í næstusíðustu umferð Bestu deildarinnar í gær. 

Í frétt 433.is kemur fram að Viðar hafi samið við CSKA Sofia í Búlgaríu um ákveðnar skyldur gagnvart félaginu. 

Viðar hefur þá ekki efnt sinn hluta í starfslokasamningnum og CSKA Sofia fór með málið til FIFA. 

Viðar er því í banni frá fótbolta þar til hann gerir upp skuldbindingar sínar gagnvart búlgaríska liðinu, eða svo hefur 433.is eftir Hauki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert