Daníel Laxdal hættir – Hilmar Árni á förum

Daníel Laxdal hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Daníel Laxdal hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Reynsluboltinn Daníel Laxdal hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir síðasta leik Stjörnunnar í Bestu deildinni gegn FH á laugardaginn. 

Þá munu Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson yfirgefa félagið að yfirstandandi tímabili loknu. Hilmar ætlar að hætta og snúa sér að þjálfun samkvæmt fótbolti.net.

Daníel Laxdal, sem er 38 ára gamall, er eini leikmaðurinn til að spila 500 mótsleiki á Íslandi og hefur verið leikmaður í meistaraflokki Stjörnunnar í 20 ár. 

Þá er hann einnig eini leikmaðurinn til að leika yfir 300 leiki fyrir sama félagið í efstu deild. Í leiðinni er hann þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar Íslands. 

Hilmar Árni, sem er 32 ára gamall, er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild en hann kom frá Leikni úr Reykjavík árið 2016. Þórarinn Ingi, sem er 34 ára, hefur verið hjá félaginu í fimm tímabil eftir að hann kom frá FH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert