Síðasti heimaleikur KR fer fram í Laugardalnum

KR-ingarnir Benoný Breki Andrésson og Aron Þórður Albertsson.
KR-ingarnir Benoný Breki Andrésson og Aron Þórður Albertsson. mbl.is/Ólafur Árdal

KR og HK munu mætast í 27. og síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á heimavelli Þróttar í Laugardalnum næsta laugardag. 

Þetta staðfestir KR á samfélagsmiðlum sínum en gervigras verður lagt á heimavöll KR-inga á Meistaravöllum fyrir næsta tímabil. 

KR lék einnig á heimavelli Þróttar í byrjun tímabilsins gegn Fram og tapaði, 1:0. 

KR-ingar geta enn endað í sjöunda sæti, efsta sæti neðri hlutans, með sigri gegn HK. Þá þarf KA hins vegar að tapa fyrir Fram á útivelli. 

Allt er undir hjá HK en liðið er með 25 stig, líkt og Vestri, en mun verri markatölu og liðin berjast um hvort þeirra leiki áfram í Bestu deildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert