Berglindi var sagt upp í gegnum síma

Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Ljósmynd/Valur

„Ég fæ símhringingu einn morguninn frá stjórnarmanni Vals þar sem mér er tjáð það að þeir ætli að segja upp samningnum mínum,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Berglind Björg, sem er 32 ára gömul, gekk til liðs við Val í apríl á þessu ári og snéri aftur á völlinn í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, soninn Þorvald Atla, í desember á síðasta ári en félagið nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hennar á dögunum.

„Þetta var mjög óvænt og eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Við spilum þennan úrslitaleik gegn Breiðabliki á laugardeginum og á mánudeginum fæ ég símtalið. Ég hringdi strax í aðstoðarþjálfarann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttir og svo heyrum við saman í Pétri Péturssyni þjálfara. Þau fara svo í það að ræða við stjórnina og eftir á fæ ég svo að vita að það voru tveir karlmenn í stjórninni sem tóku þessa ákvörðun, án samráðs við þjálfarana,“ sagði Berglind.

Ætlaði sér stóra hluti

En hvaða útskýringar fékk Berglind frá stjórnarmanni Vals?

„Án þess að fara út í einhver smáatriði þá tengdist þetta endurkomu minni á völlinn eftir barnsburð. Ég var auðvitað ekki í mínu allra besta formi í sumar, enda átti ég barn í desember, en mér finnst þetta samt gjörsamlega galið. Ég var komin í ágætis stand í lok tímabilsins og það er heilt undirbúningstímabil framundan þar sem ég ætlaði mér stóra hluti.“

Viðtalið við Berglindi má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert