Þarf að endurskoða reglurnar

Breiðablik og Víkingur mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudag.
Breiðablik og Víkingur mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudag. Eggert Jóhannesson

ákvörðun að lengja keppnina í úrvalsdeildum karla og kvenna í fótbolta hefur heldur betur sannað gildi sitt á þessu hausti.

Valur og Breiðablik enduðu Bestu deild kvenna á hreinum úrslitaleik um meistaratitilinn og sama munu Víkingur og Breiðablik gera í Bestu deild karla næsta sunnudag.

Breytingum fylgja jafnan nýjar áskoranir og ein þeirra er að laga reglur um leikbönn að nýjum aðstæðum.

Samkvæmt reglum KSÍ fara leikmenn í eins leiks bann eftir að þeir hafa fengið fjögur gul spjöld í sama mótinu.

Þegar keppni er orðin svona löng þarf þó að skoða það aðeins betur. Það er tæpast sanngjarnt að leikmaður sem hefur spilað 25 leiki í röð og aðeins fengið þrjú gul spjöld eigi það á hættu að missa af 27. og mikilvægasta leiknum eftir að hafa fengið það fjórða.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert