Fyrirliði KR leggur skóna á hilluna

Theodór Elmar Bjarnason í leik með KR.
Theodór Elmar Bjarnason í leik með KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fyrirliði KR-inga Theodór Elmar Bjarnason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. 

KR-ingar greina frá þessu á samfélagsmiðlum en Theodór Elmar á langan feril að baki sem atvinnumaður í Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi. 

Þá á Theodór Elmar að baki yfir 40 landsleiki og lagði upp fræga sigurmark Íslands á Arnór Ingva Traustason í sigrinum á Austurríki, 2:1, á EM í Frakklandi 2016. 

Theodór Elmar lék 120 leiki fyrir KR þar sem hann skoraði 12 mörk. 

„Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ sagði Óskar Hrafn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert