Varamenn ólympíumeistaranna gerðu útslagið gegn Íslandi

Alyssa Thompson fagnar sínu marki.
Alyssa Thompson fagnar sínu marki. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Bandaríkjanna

Bandaríkin unnu Ísland, 3:1, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu kvenna í Austin, Texas í nótt. 

Íslenska liðið stóð vel í því bandaríska en gæði varamanna Bandaríkjanna reyndust of mikil á lokamínútum leiksins.

Seinni vináttuleikur þjóðanna fer fram í Nashville, Tennessee næstkomandi sunnudagskvöld.

Bandaríkin sterkari í fyrri 

Íslenska liðið fór vel af stað fyrstu mínútur leiksins en eftir það tóku Bandaríkin yfir. 

Á 39. mínútu leiksins kom fyrsta mark Bandaríkjanna en það skoraði Alyssa Thompson. 

Þá fékk hún boltann frá Rose Lavelle, lék á Natöshu Anasi og smellti honum í fjærhornið, sláin inn, 1:0. 

Jöfnunarmark Selmu Sólar

Íslenska liðið kom af krafti inn í seinni hálfleikinn og á 56. mínútu jafnaði Selma Sól Magnúsdóttir metin með glæsilegu marki. 

Þá fékk hún boltann frá Guðnýju Árnadóttur, lék á Lavelle og smellti boltanum í fjær utan teigs, allt jafnt 1:1. 

Ísland varðist Bandaríkjunum vel og gekk ólympíumeisturunum illa að skapa sér færi. Hópur Bandaríkjanna er hins vegar það sterkur að varamenn liðsins gjörbreyttu leiknum. 

Selma Sól Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið.
Selma Sól Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Arnþór Birkisson

Varamenn gerðu útslagið

Á 85. mínútu kom Casey Krueger boltanum á Jaedyn Shaw sem fór illa með Natöshu og setti boltann síðan á milli fóta Telmu og í netið, 2:1. Báðar tvær komu inn á sem varamenn.

Sophia Smith, ein af stjörnum bandaríska liðsins en varamaður í nótt, skoraði síðan þriðja mark Bandaríkjanna. 

Þá datt boltinn fyrir hana rétt utan teigs og hún smellti honum í netið á lofti, glæsilegt mark og sigur Bandaríkjanna staðreynd.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Bandaríkin 3:1 Ísland opna loka
90. mín. Alyssa Naeher (Bandaríkin) fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert