Í vandræðum heima fyrir

Þrenna Framherjinn Kévin Denkey skoraði þrennu í 1. umferðinni gegn …
Þrenna Framherjinn Kévin Denkey skoraði þrennu í 1. umferðinni gegn St. Gallen en hann hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum í belgísku A-deildinni. AFP/Kurt Desplenter

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta Cercle Brugge frá Belgíu í 2. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag klukkan 14.30.

Víkingar töpuðu fyrir Omonia Nikósía, 4:0, í Nikósíu á Kýpur í 1. umferðinni þar sem staðan var markalaus í hálfleik. Á sama tíma vann Cercle Brugge stórsigur gegn St. Gallen, 6:2, frá Sviss í Brugge í Belgíu. Framherjinn Kévin Denkey frá Tógó fór mikinn í þeim leik og skoraði þrennu og þá skoraði belgíski miðjumaðurinn Gari Jean Magnée tvívegis fyrir liðið.

Cercle Brugge hefur hins vegar ekki gengið vel í deildinni heima fyrir og er í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni á tímabilinu. Gegn Gent, sem er í þriðja sætinu, í lok september og þá vann Cercle Brugge sigur gegn Beerschot, sem er í neðsta sætinu með fimm stig, í byrjun ágúst.

Cercle Brugge var í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi í ágúst. Liðið hafnaði í 4. sæti belgísku A-deildarinnar á síðustu leiktíð og kom beint inn í 2. umferð Evrópudeildarinnar þar sem liðið vann Kilmarnock frá Skotlandi, samanlagt 2:1. Belgarnir töpuðu svo fyrir Molde í 3. umferðinni, samanlagt 3:1, og fóru þannig í umspil Sambandsdeildarinnar.

Þar vann Cercle Brugge dramatískan sigur gegn Wisla Kraká frá Póllandi þar sem fyrri leik liðanna í Póllandi lauk með 6:1-sigri Cercle Brugge en síðari leiknum í Belgíu lauk með 4:1-sigri Wisla Kraká og Cercle Brugge vann því einvígið samanlagt 7:5.

Þetta er í fyrsta sinn sem Cercle Brugge tekur þátt í lokakeppni Evrópukeppni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert