Þorsteinn Halldórsson gerir sjö breytingar á liði Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna í knattspyrnu kvenna í Austin, Texas í kvöld.
Íslenska liðið lék síðast gegn Póllandi á útivelli i undankeppni EM í sumar. Þar vann íslenska liðið 1:0.
Telma Ívarsdóttir markvörður, Natasha Anasi, Sædís Rún Heiðarsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Amanda Andradóttir, Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers koma inn fyrir Fanneyju Ingu Birkisdóttur markvörð, Guðnýju Árnadóttur, Ingibjörgu Sigurðardóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur.
Byrjunarlið Íslands: (4-3-3)
Mark: Telma Ívarsdóttir
Vörn: Natasha Anasi, Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir
Miðja: Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Amanda Andradóttir
Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Diljá Ýr Zomers, Sandra María Jessen