Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir stefnir á að snúa aftur í Bestu deildina á næsta keppnistímabili.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Heiðdís, sem er 28 ára gömul, lék síðast með Breiðabliki.
Hún hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2023 og gekk til liðs við Basel í Sviss en hún eignaðist sitt fyrsta barn í ágúst á þessu ári.
Alls á hún að baki 126 leiki í efstu deild með Selfoss og Breiðabliki þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.
Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki og tvívegis bikarmeistari.