Æskudraumurinn rættist

Ásdís Karen Halldórsdóttir ásamt markverðinum Telmu Ívarsdóttur.
Ásdís Karen Halldórsdóttir ásamt markverðinum Telmu Ívarsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3:1, í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu í Austin, Texas í nótt.

Ásdís Karen spilaði þar með sinn annan landsleik en fyrsta með sterkasta hópi Íslands. +

„Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að halda jafnteflinu en mér fannst þetta samt góður leikur hjá okkur á köflum. Við sköpuðum mörg færi sem er jákvætt. 

Frammistaðan var góð. Þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og við gerðum það sem við ætluðum að gera vel,“ sagði Ásdís við KSÍ eftir leik. 

Loksins kom að þessu

„Við sjáum alveg að við getum spilað á móti þeim og haldið í boltann. Við mættum gera það betur á köflum og sækja aðeins á. Margt jákvætt sem við tökum með okkur í næsta leik,“ bætti Ásdís við. 

Hvernig er að spila fyrsta almennilega landsleikinn?

„Loksins kom að þessu, búinn að vera draumur síðan ég var lítil. Maður hefði viljað vinna eða ná í jafntefli, en svona er þetta.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert