Belgískur miðill hraunar yfir íslenskan fótbolta

Gunnar Vatnhamar fagnar marki sínu.
Gunnar Vatnhamar fagnar marki sínu. mbl.is/Eyþór

Belgar eru allt annað en sáttir við tap Cercle Brugge fyrir Íslandsmeisturum Víkings, 3:1, í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Kópavogsvelli í gærkvöldi. 

Ari Sigurpálsson, Danijel Dejan Djuric og Gunnar Vatnhamar sáu til þess að Víkingur varð fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í lokakeppni í Evrópu. 

Het Nieuwsblad, einn virtasti miðill Belga, var ósáttur við margt úr leik liðanna en í gær, meðal annars vallaraðstæður á Kópavogsvelli. 

„Manni leið eins og maður væri að horfa á áhugamannadeild í Belgíu miðað við vallaraðstæður og leiktímann,“ stóð í grein Koen Verdruye, en leikurinn hófst klukkan 14.30. 

Segir sitt um gæðastigið á Íslandi 

„Það ber að hafa í huga að Víkingur úr Reykjavík mun leika úrslitaleik um meistaratitilinn næstkomandi sunnudag. Það segir sitt um gæðastig íslenskrar knattspyrnu. 

Öll miðlungslið Belgíu ættu að valta yfir svona lið á venjulegum degi, en B-liði Cercle tókst það ekki,“ hélt Verdruyne áfram en Cercle var án nokkurra lykilmanna í gær. 

Þess má geta að Belgía er 30 sinnum fjölmennri þjóð en Ísland. Þá er Belgía í áttunda sæti á styrkleikalista evrópska félagsliða en Ísland í 35. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert