Fékk ekki miða á síðasta úrslitaleik

Höskuldur Gunnlaugsson er klár í úrslitaleikinn.
Höskuldur Gunnlaugsson er klár í úrslitaleikinn. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á Víkingsvelli á sunnudaginn.

FH og Stjarnan mættust í slíkum í lokaumferðinni 2014 og vann Stjarnan þá í lygilegum leik, þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi verið manni færri.

„Ég man vel eftir honum. Ég fór ekki á völlinn heldur tók hann í sjónvarpinu, þar sem ég fékk ekki miða. Það var svakalegur leikur og margt sem gekk á. Það voru ýmsar sögulínur þar, eins og rauða spjaldið á Veigar og ákveðnir dómar. Sá leikur stóð undir nafni.

Það er oft þannig að þegar það er svona mikið undir koma tilfinningarnar fram hjá leikmönnum, áhorfendum, þjálfurum og eflaust dómurum líka. Ég býst við að þetta verði háspennuleikur. Við skiljum allt eftir á vellinum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert