Missa af úrslitaleiknum

Halldór Smári Sigurðsson var borinn af velli í gær.
Halldór Smári Sigurðsson var borinn af velli í gær. Eyþór Árnason

Víkingarnir Valdimar Þór Ingimarsson og Halldór Smári Sigurðsson verða ekki með liðinu er það mætir Breiðabliki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í Víkinni á sunnudag.

Halldór meiddist í leik Víkings og Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær og Valdimar hefur verið að glíma við meiðsli. Þá er Oliver Ekroth mjög tæpur fyrir leikinn.

Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson hafa verið meiddir í langan tíma og verða ekki klárir á sunnudag.

Alexander Helgi Sigurðarson verður ekki með Breiðabliki í leiknum, þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli stóran hluta tímabils. Aðrir ættu að vera til taks fyrir Blikaliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert