Góðvinur Arnars varaði hann við eftir komu Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson á góðri stundu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson á góðri stundu. Ljósmynd/Valur

„Það var góður vinur minn varaði mig við því að pressustuðullinn á mér væri að hækka gríðarlega með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar en ég horfði aldrei á það þannig,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson í Fyrsta sætinu.

Arnari var sagt upp störfum sem þjálfara Vals í Bestu deild karla byrjun ágústmánaðar en hann hefur einnig stýrt Breiðabliki, Roeselare í  Belgíu og KA á þjálfaraferlinum. Þá lék hann 71 A-landsleik fyrir Ísland og var atvinnumaður Grikklandi og Belgíu í tæpan áratug. 

Horfði ekki á það þannig

Gylfi Þór gekk nokkuð óvænt til liðs við Valsmenn fyrir tímabilið en hann snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust þegar hann samdi við Lyngby í Danmörku.

„Ég horfði aldrei á það þannig,“ sagði Arnar

„Ég hef það mikla trú á mér og mér fannst frábært að fá þennan dreng inn. Gylfi er yndislegur gæi og það er gaman að fylgjast með honum á æfingasvæðinu. Það var mjög gaman hjá honum alltaf og hann gaf mikið af sér.

Þegar hann skoraði eða einhver skoraði þá sá maður það að hann var þarna af lífi og sál. Hann var ekki þarna til þess að sækja einhvern launaseðil,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka