Gylfi Þór tjáði sig um framtíð sína

Gylfi Þór Sigurðsson hleður í skot.
Gylfi Þór Sigurðsson hleður í skot. mbl.is

„Mér fannst leikurinn skrýtinn, það var svekkjandi fyrir Skagamenn í síðustu viku þegar áttu möguleika á Evrópusæti og höfðu í dag ekki fyrir mikið að spila en við höfðum það og þetta voru flott úrslit fyrir okkur,“  sagði Gylfi Þór Sigurðsson úr Val eftir 6:1 sigur á Skagamönnum að Hlíðarenda í dag þegar liðin léku sinn síðasta leik í efstu deild karla í fótbolta.  

Gylfi Þór er ekki sáttur við sumarið.  „Við þurfum að bæta varnarleikinn sem lið og þá er ég ekki að tala bara um varnarmennina eða markmanninn, heldur sem lið og við fáum við alltof mörg mörk á okkur.  Við þurfum að styrkja okkur en það er ekki mitt að tjá mig eða stjórna því, það er stjórnin og þjálfararnir sem sjá um það, hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða bara á æfingasvæðinu.“

Misheppnað tímabil

„Ég held að þó Evrópusæti hafi náðst þá líti margir á tímabilið sem misheppnað.  Við verðum þá bara að bætta okkur, byggja ofan á það sem var gott og reyna laga það sem var  slæmt.  Það var nóg að góðum hlutum og líka nóg af hlutum, sem þarf að bæta svo við verðum bara að halda áfram og vonandi breytist þetta á næsta tímabili,“ sagði Valsarinn.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Gylfi Þór sé að hætta enda hefur hann gefið það í skyn en nú er það ekki upp á teningnum. 

„Ég veit ekki alveg hvort þetta er síðasti leikur á ferlinum en færist nær því að halda áfram og enda þetta á skemmtilegri nótum en hafa verið síðust þrjár vikurnar svo ég hef ekki alveg ákveðið mig.  Mér fannst gaman í sumar þó við höfum eiginlega aldrei spilað í góðu veðri en fyrir utan það var mjög gaman.  Gaman að spila aftur heilt tímabil því var í eiginlegu algjöru fríi frá fótbolta í tvö ár þegar ég snerti næstum aldrei fótbolta. 

Það var alltaf að koma upp að ég myndi byrja uppá nýtt en það tæki samt alveg heilt ár.  Nú er að detta í eitt ár og það tekur tíma að ná fyrri styrk svo ég hef þurft að vera mjög þolinmóður, þarf nú að æfa og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili.“

Býst ekki við að spila erlendis

Gylfi Þór á enn ár eftir af samningi sínum við Val. „Ég býst ekki við að fara spila erlendis, er með unga krakka og hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim svo eins og staðan er núna, þá er frí framundan.   Ég er loksins kominn í fínt stand og mun halda áfram að æfa en ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna en er ekkert að eltast eftir því að drífa mig út, var erlendis í tuttugu ár eða eitthvað og það er líka yndislegt að vera heima.  Ég á ár eftir að samningi við Val, ef þeir vilja halda mér og ég býst fastlega við því.“

Reyndi mikið að halda honum áfram

Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Val, harðákveðinn í leggja skóna á hilluna og ætlar að fljúga til Svíþjóðar á mánudaginn svo þeir félagar munu ekki berjast saman oftar.

„Mér finnst leiðinlegt að hann sé að hætta.  Ég reyndi mikið að halda honum áfram en hann var harður á því að fara upp í flugvél á mánudaginn og er að fara út til Svíþjóðar, því miður.  Við reynum eflaust að fá hann í eitt tímabil í viðbót en vonandi nýtur hann tímans eftir ferilinn, sem hefur verið frábær og við áttum frábærar minningar frá EM, HM og með landsliðinu.  Það var gaman að spila með honum,“ sagði Gylfi Þór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert