Stjarnan hafði betur gegn FH

Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni sækir að Ólafi Guðmundssyni varnarmanni …
Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni sækir að Ólafi Guðmundssyni varnarmanni FH í leiknum í dag. mbl.is/Hakon Palsson

Stjarnan hafði betur gegn FH í síðustu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu, 3:2, í Garðabænum í kvöld.

Stjarnan endar í fjórða sæti með 42 stig, tveimur stigum á eftir Val í þriðja sæti. FH sigraði ekki leik eftir að deildinni var skipt upp og endar í sjötta sæti með 34 stig.

Þrír leikmenn Stjörnunnar voru heiðraðir fyrri leikinn en þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson eru allir á förum frá félaginu. 

Leikurinn byrjaði rólega fyrstu 30 mínúturnar en svo komu fjögur mörk á einu bretti undir lok fyrri hálfleiks. Fyrsta markið skoruðu heimamenn á 32. mínútu en það var Hilmar Árni sem skoraði það í kveðjuleiknum sínum en eftir fasta fyrirgjöf niðri á miðjan teiginn frá Óla Val setti Hilmar boltann í fjærhornið.

Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði metin fyrir FH á 38. mínútu með laglegu marki þegar Guðmundur Baldvin Nökkvason sendi klaufalega sendingu til baka. Sigurður komst inn í sendingu og setti boltann utan fótar í samskeytin í fyrstu snertingu.

Mínútu síðar komst Stjarnan aftur yfir með skemmtilegu marki en Árni Snær tók markspyrnu upp allan völlinn sem fór yfir vörn FH og Emil Atlason slapp í gegn og staðan þá 2:1.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði FH aftur en það gerði Kjartan Kári Halldórsson með langskoti nokkrum metrum fyrir utan vítateig í fjær. 

Staðan því 2:2 í hálfleik eftir fjörugan kafla.

Seinni hálfleikur byrjaði aftur rólega en FH fékk ágætis færi á 57. mínútu þegar Ólafur Guðmundsson, fyrirliði FH í kvöld skallaði boltann í þverslánna.

Emil Atlason fékk svo frábært færi á 72. mínútu þegar hann fékk fyrirgjöf beint á vítapunktinn en Emil negldi yfir. 

Ólafur Guðmundsson varð fyrir því óláni á 85. mínútu að setja boltann í eigið mark. Jón Hrafn Barkarson kom með fasta sendingu fyrir og Ólafur kom á mikilli ferð og setti boltann í netið, Hilmar Árni var þar beint fyrir aftann og hefði líklegast sett hann í netið ef Ólafur hefði ekki gert það fyrir hann.

Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson fengu heiðursskiptingu á 90. mínútu og eftir leik var spilað myndband til að þakka þeim fyrir sitt framlag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 3:2 FH opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert