Valur til Evrópu

Patrick Pedersen í færi í vítateig Skagamanna í dag.
Patrick Pedersen í færi í vítateig Skagamanna í dag. Hakon Palsson

Valsmenn voru ekkert að tvínóna við að sjá sjálfir um að ná Evrópusæti með sigri á ÍA þegar liðin mættust að Hlíðarenda í lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta, heldur sóttu stíft og skoruðu fljótlega tvö  mörk, unnu svo 6:1. 

Fyrir vikið tryggði Valur sér 3. sæti deildarinnar og það dugði því ekki fyrir Stjörnuna, sem átti möguleika á að hrifsa til síns verðmætt þriðja sæti, að vinna FH í Garðabænum.

Valsmenn byrjuðu strax að herja á Skagamenn, fengu horn og mark líklegt.

Á 6. mínútu kom svo fyrsta markið þegar Sigurður Egill Lárusson tók sig til nokkrum metrum utan við vítateigslínuna og þrumaði upp í vinstra hornið. Glæsilegt mark og staðan 1:0 fyrir Val.

Næst bar til tíðinda á 12. mínútu þegar Skagamenn áttu í basli með að þunga sókn Vals og boltinn barst á Patrick Pedersen við markteigslínuna, þaðan sem honum tókst að skjóta nægilega vel til að koma Val í 2:0.

Ekki er laust við að heimamenn á Hlíðarenda hafi slakað aðeins á klónni svo gestirnir af Skaganum fóru að feta sig framar en tókst ekki að búa sér til nein færi að heitið geti. 

Svo fór að sóknir ÍA skiluðu árangri og á 32. mínútu kom aukaspyrnu Skagamann af löngu færi inn í markteig Vals þar sem Frederick markmanni tókst aðeins að slá boltann út í teig en þar var fyrir Steinar Þorsteinsson, sem þrumaði að mark Vals, boltinn hrökk í varnarmann en í markið.  Staðan 2:1.

Á 39. mínútu skoraði svo Valur aftur.  Þung sókn en ekkert sérstakt í gangi þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson tók skot rétt innan við vítateigslínuna og boltinn rataði  beint upp í hægra hornið.  Flott mark og staðan 3:1.

Valsmenn voru ekki hættir og eftir þunga sókn á 44. mínútu var allt í voða við mark ÍA, Johannes Vall skallaði í eigin slá og boltinn  barst inn í markteig þar sem Albin Skoglund skallaði inn af stuttu færi.  Staðan 4:1 en Albin þurfti aðhlynningu því hann fékk við markið.

Í byrjun síðari hálfleiks lágu Valsmenn með lið sitt aftarlega á vellinum, freistuðu þess að Skagamenn bitu á agnið og færðu allt sitt lið of framarlega en það gerðist ekki.

Valsmenn fóru þá að sækja framar og Albin átti hörkuskot í stöng ÍA en mörkin létu á sér standa.

Á 60. mínútu small hörkuskot Gylfa Þórs í þverslá ÍA eftir gott skot vítateigslínunni.

Gylfi  Þór var ekki hættur og á 78. mínútu kom næsta mark þegar hann var með boltann við vítateigslínuna og skaut einfaldlega upp í hægra hornið.  Svo einfalt og staðan 5:1.

Á 80. mínútu kom lokamark Vals eftir snögga fjölmenn sókn Vals sem lauk með því að Jónatan Ingi gaf til vinstri inni í teig á Lúkas Loga Heimisson, sem átti ekki í vandræðum með að skora og koma Val í 6:1.

Eftir það varð fátt um fína drætti, bæði lið spiluðu af krafti en dauðafærin létu á sér standa.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 6:1 ÍA opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur Vals og farmiði til Evrópu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert