Ég er nánast orðlaus

Blikar fagna vel í leikslok.
Blikar fagna vel í leikslok. mbl.is/Hákon

Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, var í skýjunum er hann ræddi við mbl.is, enda nýbúinn að verða Íslandsmeistari í fótbolta í annað sinn. Breiðablik tryggði sér titilinn með sigri á Víkingi á útivelli, 3:0, í úrslitaleik í kvöld.

„Þetta var geðveikt og ég er nánast orðlaus yfir þessari frammistöðu okkar. Við vorum geggjaðir frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu.

Mér leið mjög vel allan tímann. Við byrjuðum rosalega vel og héldum þeim dampi allan tímann,“ sagði hann.

Margir biðu afar spenntir eftir að það varð ljóst að það yrði úrslitaleikur í lokaumferðinni. „Vikan var mjög góð. Við æfðum vel og höfum verið spenntir. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila.“

Davíð yfirgaf Breiðablik í febrúar til að ganga í raðir Kolding í Danmörku. Hann kom svo aftur heim í júlímánuði.

„Það var algjör veisla og ég er ógeðslega ánægður. Þetta er toppurinn á tilverunni. Það var ekkert annað í boði en að taka titilinn eftir að ég kom aftur heim,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert