Ég má víst ekki segja orð

Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson Eyþór Árnason

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings úr Reykjavík, verður í leikbanni er liðið mætir Breiðabliki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á Víkingsvelli í dag.

Hann má því ekki vera á hliðarlínunni og verður þess í stað í litlu herbergi í stúkunni, þar sem hann verður að láta lítið fyrir sér fara.

„Þegar þú ert á hliðarlínunni ertu að hreyfa þig með og ert meira inn í leiknum. Þá máttu öskra stressið úr þér en ég má víst ekki segja orð í þessu boxi.

Ég mun reyna taka þátt í stemningunni, fylgjast með okkar fólki og reyna að njóta lífsins. Það er miklu meira stress að vera þjálfari en nokkurn tímann leikmaður,“ sagði Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert