Höskuldur besti leikmaður deildarinnar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ afhendir Höskuldi Gunnlaugssyni verðlaunin sem besti …
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ afhendir Höskuldi Gunnlaugssyni verðlaunin sem besti leikmaður deildarinnar. mbl.is/Hákon Pálsson

Höskuldur Gunnlaugsson var kjörinn besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta af leikmönnum deildarinnar og tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleikinn gegn Víkingi í kvöld.

Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í deildinni og skoraði í þeim níu mörk en hann var markahæsti leikmaður liðsins í deildinni ásamt Ísak Snæ Þorvaldssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka