Ólýsanlegt fyrir rótgróinn Blika

Oliver Sigurjónsson (nr. 3) fagnar ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Oliver Sigurjónsson (nr. 3) fagnar ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. mbl.is/Hákon

„Þetta er bara geðveikt. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni,“ sagði Oliver Sigurjónsson eftir að hann varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í annað sinn.

„Það er ekki hægt að lýsa því þegar maður er svona rótgróinn Bliki og elst upp við það að vinna allt í yngri flokkum og að við getum svo ekki rassgat í meistaraflokki.

Núna er það að breytast og við erum að vinna í yngri flokkunum og meistaraflokkunum. Það er ólýsanlegt að vera svona mikill Bliki og vinna þetta,“ sagði Oliver í samtali við mbl.is eftir leik.

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með flekklausri frammistöðu gegn Víkingi á Víkingsvelli í kvöld. Endaði leikuirnn með 3:0-sigri.

„Þetta var rosaleg frammistaða. Þetta var gjörsamlega frábær leikur af okkar hálfu. Það sem ég elskaði við þennan leik að þegar við vorum komnir 1:0 yfir héldum við áfram að keyra á þá.

Við komumst 2:0 yfir og vorum samt að pressa markmanninn. Ég held að við séum ekkert góðir í að detta aftur, þá fáum við bara mark á okkur. Við fórum bara fram og útfærslan og karakterinn hjá liðinu er gjörsamlega ólýsanleg. Þetta var frábær frammistaða,“ sagði miðjumaðurinn reyndi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert