Sögusagnir sem eru rangar

Rúnar Kristinsson verður áfram hjá Fram.
Rúnar Kristinsson verður áfram hjá Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Rúnar Kristinsson var að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, en hann tók við liðinu eftir að hann yfirgaf uppeldisfélagið KR eftir síðustu leiktíð.

Rúnar hefur verið orðaður við önnur störf undanfarna mánuði, en hann ætlar að halda áfram í Úlfarsárdalnum, þar sem hann gerði þriggja ára samning.

„Það er búið að vera klárt að ég verði áfram hér allan tímann. Ég skrifaði undir þriggja ára samning og er búinn með eitt ár. Það hefur ekki staðið til að ég væri að fara eitt né neitt. Það voru sögusagnir sem eru rangar.

Við erum komnir á fullt í það að finna leikmenn fyrir næsta tímabil og reyna að styrkja hópinn og hreinsa út hér til að búa til meiri samkeppni. Við höfum verið fáliðaðir á tímabilinu og ekki getað tekist á við meiðslin sem við höfum lent í. Það hefur orðið okkur að falli,“ sagði Rúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert